Enski boltinn

Marcell Jansen ekki til Liverpool - Figueroa að semja?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hondúrasbúinn Figueroa stoppar fyrirgjöf frá Maxi Rodriguez í leik Liverpool og Wigan í vor.
Hondúrasbúinn Figueroa stoppar fyrirgjöf frá Maxi Rodriguez í leik Liverpool og Wigan í vor. AFP
Umboðsmaður Marcell Jansen segir að hann muni ekki ganga í raðir Liverpool í sumar. Rauði Herinn marserar nú án vinstri bakvarðar en Jansen var talinn á óskalista félagsins.

"Það er heiður að honum sé sýndur áhugi en hann ætlar að uppfylla samning sinn hjá Hamburg," sagði umboðsmaðurinn.

Liverpool hefur verið orðað við menn á borð við Paul Konchesky, Carlos Salcido og Royston Drenthe en Maynor Figueroa er talinn líklegastur til að fara til Liverpool.

Í Daily Mirror í dag segir að hann sé við það að ganga frá samningi við félagið en það hefur ekki fengist staðfest að áreiðanlegri miðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×