Enski boltinn

Arsenal neitar að ræða við Barcelona um Fabregas

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pepe Reina og Fabregas í Barcelona treyju.
Pepe Reina og Fabregas í Barcelona treyju. AFP
Talsmaður stjórnar Barcelona segir að Arsenal sé hreinlega ekki tilbúið til að setjast niður og ræða framtíð Cesc Fabregas.

Katalóníufélagið er enn að reyna að klófesta fyrirliða Arsenal og tilboð upp á 30 milljónir punda hefur þegar verið hafnað.

"Arsenal vill ekki setjast niður og tala við okkur," sgði Toni Freixa í dag.

Hann staðfesti að Barcelona sé á höttunum eftir varnarsinnuðum miðjumanni eftir að Yaya Toure fór frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×