Enski boltinn

Tottenham vill líka ÓL-leikvanginn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikvangurinn glæsilegi.
Leikvangurinn glæsilegi. AFP
Tottenham hefur áhuga á að flytja sig á Ólympíuleikvanginn sem nú er í byggingu í London. Hann verður allur hinn glæsilegasti en West Ham hefur þegar boðið opinberlega í völlinn.

Hann mun hýsa 80.000 manns en West Ham ætlar að minnka þann fjölda niður í 60 þúsund.

BBC segir í dag að Tottenham hafi farið í óformlegar viðræður við Ólympíunefndina. Tottenham skoðar nú að byggja annan leikvang en White Hart Lane þykir fara að koma til ára sinna.

Félagið vill helst af öllu vera nálægt Tottenham hverfinu í norður London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×