Enski boltinn

Robinho skipað að mæta á fund hjá City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Robinho hefur verið skipað að fara aftur til Manchester. Þar á hann að ganga frá framtíð sinni hjá City en hann er enn í láni hjá Santos í heimalandinu sínu.

"Robinho hefur ekki áhuga á því að skipta strandlífinu út fyrir rigninguna í Manchester. Hann elskar lífsstílinn, fótboltann, og ströndina," sagði heimildamaður Soccernet um stórstjörnuna.

Hann kostaði City rúmar 30 milljónir punda og þann pening vill félagið aftur. Óljóst er hvað Santos getur greitt fyrir Robinho, en það er ekki nálægt þessum 30 milljónum punda.

City hefur ekki mikinn áhuga á að halda kappanum sem mun funda með forráðamönnum félagsins þann 5. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×