Enski boltinn

Hodgson gæti freistast til að nota stjörnurnar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Roy Hodgson segir að það freisti hans að nota stórstjörnu Liverpool í leiknum gegn Rabotnicki Skopje í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Menn eins og Steven Gerrard og Joe Cole eru aðeins nýbyrjaðir að æfa og hafa ekki spilað æfingaleiki með Liverpool.

Hodgson vonasðist til að hvíla stjörnurnar fyrir tímabilið en er ekki lengur viss.

"Ég veit ekki hvað ég geri," sagði Hodgson sem mun þó taka ákvörðun í dag þar sem hann ætlar ekki að ferðast með menn til Makedóníu án þess að hafa hug á að nota þá.

Læknalið Hodgson hefur ráðlagt honum að hvíla mennina sem spiluðu á HM í leiknum. "Ég ætla ekki að taka menn eins og Gerrard með til að nota hann sem varamann í tíu mínútur," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×