Enski boltinn

Kolorov fer til City segir Lazio

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mancini er að spreða.
Mancini er að spreða. AFP
Framkvæmdastjóri Lazio segist að hann búist enn við því að Aleksandar Kolorov gangi í raðir Manchester City í sumar. Kolorov er vinstri bakvörður og er metinn á um 19 milljónir punda. Talið er að Kolorov, sem er 24 ára gamall, eigi aðeins eftir að klára formsatriði við undirritun samnings síns við enska félagið sem gæti í staðinn selt Wayne Bridge. Hann hefur verið orðaður við Liverpool. Kolorover samningsbundinn í eitt ár í viðbót hjá Lazio. "Það er ekki hægt að klára þetta einn, tveir og þrír. Þetta tekur tíma. En það eru engin vandræði hjá Lazio, báðir aðilar vilja klára viðskiptin," sagði Igli Tare hjá Lazio.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×