Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 23 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi í morgun fyrir fólskulega líkamsárás. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir.
Maðurinn réðst á annan karlmann og sparkaði ítrekað í höfuð hans þar sem að hann lá fyrir utan skemmtistaðinn Apótekið aðfaranótt 14. febrúar í fyrra. Þolandinn nefbrotnaði og brotnaði víðsvegar í andliti. Þá brotnuðu tennur í manninum.
Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að árásin hafi verið stórhættuleg, jafnvel lífshættuleg.
Auk átta mánaða fangelsisdóms var maðurinn dæmdur til að greiða þolandanum rúmar 1100 þúsund krónur í bætur.
Sparkaði ítrekað í andlitið á liggjandi manni
Jón Hákon Halldórsson skrifar
