Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þá fá þeir sem frystu lánin sín hjá Landsbankanum greiddar vaxtabætur hjá ríkinu þar sem bankinn reiknar gjaldfallna vexti af frystum íbúðarlánum.
Vísir greindi frá því í gær að slíkt gildir ekki hjá Arion banka. Heldur fá þeir sem frystu íbúðarlánin hjá Arion banka útreiknaðar vaxtabæturnar eftir að frystingu líkur.
Því verða fjölmargir viðskiptavinir bankans af vaxtabótagreiðslum í ágúst. Þá er hámark á vaxtabótagreiðslunum og því gæti fé farið forgörðum vegna stefnu Arion banka.
Lántakendur hjá Íbúðarlánasjóði geta einnig fengið vaxtabætur.
Endurskoðandi sem Vísir ræddi við í gær sagði skjólstæðing sinn verða af 250 þúsund krónum í vaxtabætur vegna þess að hann er með íbúðarlán fryst hjá Arion banka. Það setur fjármálastöðu skjólstæðingsins í talsvert uppnám enda munar um minna.