Íslenski boltinn

Engin krísa hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR.
Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Valli

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það sé engin krísa í herbúðum KR þrátt fyrir að liðið sé aðeins eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deild karla.

KR tapaði í gær fyrir nýliðum Selfoss á heimavelli, 2-1. Í fyrstu umferðinni gerði KR jafntefli við hina nýliða deildarinnar, Hauka, einnig á heimavelli, 2-2.

„Nei, það er engin krísa hjá KR og það hafa engir krísufundir verið haldnir," sagði Kristinn í samtali við Vísi. „Þannig leysast heldur engin vandamál og það er auðveldast að svara fyrir sig inn á vellinum sjálfum."

Hann segir að miðað við spilamennsku KR í fyrsta leik hefði liðið átt að vinna Hauka. „Það hefði gerst í 99 tilfellum af 100. En það er bara staðreynd að Selfoss var betri aðilinn í gær, frá upphafi leiksins til enda."

KR mætir næst Stjörnunni á útivelli. „Það gefur augaleið að það þarf að spýta í lófana og nú er það bara næsti leikur sem gildir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×