Íslenski boltinn

Vítaklúður Arnars - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri í gær til þess að tryggja Haukum sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í ár. Hann tók þá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 en klikkaði á spyrnunni.

Arnar er ein öruggasta vítaskytta landsins en spyrna hans í gær var langt frá því að fara í markið. Að sögn Arnars var þetta annað vítið sem hann klúðrar á ferlinum.

Hægt er að sjá vítið hans Arnars og önnur tilþrif leiks Vals og Hauka hér.

Hægt er að sjá öll mörkin í Pepsi-deildinni á Brot af því besta hluta Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×