Enski boltinn

McCarthy formlega genginn í raðir West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Benni McCarthy.
Benni McCarthy. Nordic photos/AFP

West Ham hefur gengið frá félagaskiptum framherjans Benni McCarthy frá Blackburn en kaupverðið er talið vera í kringum tvær milljónir punda.

Hinn 32 ára gamli McCarthy skrifaði undir samning við Lundúnafélagið til sumarsins 2012.

McCarthy var nálægt því að ganga í raðir West Ham frá Porto á lokadegi félagsskiptagluggans í júlí árið 2005 en gekk svo í raðir Blackburn ári síðar þar sem hann hefur skorað 37 mörk í 109 deildarleikjum.

„Ég hefði viljað vera kominn til West Ham fyrr því þetta er frábært félag en núna er ég loksins kominn. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila og skora fyrir West Ham," segir McCarthy í viðtali á opinberri heimasíðu West Ham.

West Ham er enn að leita eftir framherja þó svo að McCarthy sé kominn til félagsins og hefur Lundúnafélagið verið sterklega orðað við framherjana Ilan, Mateja Kezman og Mido í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×