Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni 25. mars 2010 06:00 Þórólfur Guðnason. Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.Fréttablaðið/Stefán „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira