Íslenski boltinn

Guðmundur: Verðum bara að rífa okkur upp eftir þetta klúður

Ari Erlingsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson í baráttunni í leiknum í kvöld.
Guðmundur Kristjánsson í baráttunni í leiknum í kvöld. Mynd/Anton
Blikar steinlágu 3-1 á móti Fram í kvöld og misstu fyrir vikið toppsætið til Eyjamanna sem verða með þriggja stiga forskot á þá yfir Verslunarmannahelgina.

„Ég er mjög ósáttur við þennan leik. Það er auðvitað aldrei gaman að tapa, hvað þá á svona hátt. Þetta er miklu daprari frammistaða en við höfum verið að sýna. Við verðum bara að rífa okkur upp eftir þetta klúður," sagði Guðmundur Kristjánsson.

„Við byrjuðum ágætlega fyrstu mínúturnar en svo missum við bara einbeitingun í þessum mörkum. Þetta voru mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir," sagði Guðmundur.

Guðmundur vildi ekki meina að mikil törn undanfarið hafi setið í Blikum. „Ef við ætlum okkur að vera í toppbaráttu þá eigum við að geta staðist álag, þannig að það er engin afsökun því við eigum alveg að ráða við þessi verkefni," sagði Guðmundur að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×