Enski boltinn

Beckham ætlar aldrei að þjálfa enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham stefnir að því að spila með enska landsliðinu á EM 2012 en hann segist ekki hafa áhuga á að þjálfa enska landsliðið. Hvorki í dag né nokkurn tíma.

"Eins og staðan er í dag er ég ekki að hugsa um að gerast þjálfari eða knattspyrnustjóri. Ég veit líka að ég verð aldrei þjálfari enska landsliðsins," sagði Beckham sem segir enga þörf á því að taka hraustlega til í herbúðum enska landsliðsins.

"Ég tel að það séu fjórir eða fimm leikmenn að koma í hópinn og það má gefa þeim tækifæri. Ég er líka að vonast til þess að spila aftur með enska liðinu. Ég mun alltaf gefa kost á mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×