Umfjöllun: Laufléttur sigur hjá Fram í Laugardalnum Ari Erlingsson skrifar 25. júlí 2010 23:10 Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í kvöld. Mynd/Anton Framarar unnu 3-1 sigur á Blikum á Laugardalsvellinum í kvöld og sáu til þess að Blikar náðu ekki að endurheimta toppsætið af Eyjamönnum. Þetta var fyrst deildartap Blika síðan 14. júní Meistaraefnin úr Kópavoginum mættu Frömurum sem höfðu verið í hægagangi undanfarnar vikur. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Blikar til að jafna Eyjamenn að stigum á toppi deildarinnar og Framarar til að koma sér aftur á beinu brautina og til að halda í við toppliðin. Blikarnir byrjuðu frískir á upphafsmínútunum og áttu til að mynda tvö skot á marksúlurnar. Eftir 9 mínútna leik breyttist leikurinn hinsvegar til hins verra fyrir þá grænklæddu. Joseph Tillen komst þá upp að endamörkum við hægri kant haf hnitmiðaða sendingu inn í teig, þar kastaði Hjálmar Þórarinsson sér fram og skallaði boltann í netið. 1-0 fyrir Fram og við þetta mark var sem allur vindur væri úr Blikunum. Framarar tóku öll völd á vellinum og vinnuhestarnir Jón Gunnar og Halldór Hermann á miðjunni hjá Fram gáfu miðjumönnum Blika lítin frið til að byggja upp sóknir. Þegar 23 mínútur voru liðnar af leik bættu Framarar við öðru marki, þar var að verki Almarr Ormarsson. Eitthvað fum og fát var á vörn Blika og nýtti Almarr sér það. Böðlaðist hann í framhjá varnarmönnum Blika með boltann, Ingvar í markinu virtist hinsvegar ná að góma boltann en Almarr vann boltann af harðfylgni og skoraði í tómt markið. Baráttumark hjá Akureyringnum. Jón Guðni Fjóluson fullkomnaði svo frábæran fyrri hálfleik Framara með marki úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 43 mínútu. Líklegast hefði Ingvar í markinu getað gert betur. 3-0 í hálfleik og Ólafur þjálfari Blika hefur væntanlega messað yfir sínum mönnum í leikhléi. Ólafur gerði 2 skiptingar í hálfleik og eitthvað virtist það hressa Blikana við. Alfreð sem hafði verið daufur í fyrri hálfleik kunni betur við sig með Guðmund Pétusson sér við hlið. Markahæsti maður deildarinnar hefði þó átt að nýta dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks en lánleysi Blika var algjört. Alfreð átti þó heiðurinn af marki Blika á 71 mínútu. Þá átti hann aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Hannes varði í stöng. Guðmundur Kristjánsson fylgsi eftir og skoraði. 3-1 og nú eygðu Blikar von. Því miður fyrir Blika fjaraði sú von út hægt og bítandi. Lítið var boðið upp á síðasta korterið af leiknum og Framarar fögnuðu sanngjörnum sigri. Mjög sterkt hjá Frömurum að vinna Breiðablik og Framara sýndu að þeir geta unnið hverja sem er þegar sá gállinn er á þeim. Blikarnir hinsvegar geta ekki leyft sér að bjóða upp á svona frammistöðu það sem eftir er sumar ætli þeir sér titil.Fram 3-1 Breiðablik Laugardalsvöllur, áhorfendur: óuppgefið Dómari: Magnús Þórisson 8 Skot(á mark)9 (5)- 11 (9) Varin skot: Hannes - Ingvar 6 - 3 Horn: 4 - 2 Aukaspyrnur fengnar: 22 - 19 Rangstöður: 4 - 1Fram 4-5-1 Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 6 Joseph Edward Tillen 7 ( Jón Orri Ólafsson 86 min - ) Jón Gunnar Eysteinsson 6Halldór Hermann Jónsson 8 * maður leiksins Tómas Leifsson 6 (Kristinn Ingi Halldórsson 73 min - ) Almarr Ormarsson 7 Hjálmar Þórarinsson 7 (Guðmundur Magnússon 80 min -)Breiðablik 4-5-1 Ingvar Þór Kale 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Elfar Freyr Helgason 5 (Haukur Baldvinsson 63 min) 6 Kári Ársælsson 5 Árni Kristinn Gunnarsson 4 Olgeir Sigurgeirsson 4 (Andri Rafn Yeoman 46 min) 6 Jökull Elísarbetarsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 Kristinn Steindórsson 5 (Guðmundur Pétursson 46 min) 5 Alfreð Finnbogason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Framarar unnu 3-1 sigur á Blikum á Laugardalsvellinum í kvöld og sáu til þess að Blikar náðu ekki að endurheimta toppsætið af Eyjamönnum. Þetta var fyrst deildartap Blika síðan 14. júní Meistaraefnin úr Kópavoginum mættu Frömurum sem höfðu verið í hægagangi undanfarnar vikur. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Blikar til að jafna Eyjamenn að stigum á toppi deildarinnar og Framarar til að koma sér aftur á beinu brautina og til að halda í við toppliðin. Blikarnir byrjuðu frískir á upphafsmínútunum og áttu til að mynda tvö skot á marksúlurnar. Eftir 9 mínútna leik breyttist leikurinn hinsvegar til hins verra fyrir þá grænklæddu. Joseph Tillen komst þá upp að endamörkum við hægri kant haf hnitmiðaða sendingu inn í teig, þar kastaði Hjálmar Þórarinsson sér fram og skallaði boltann í netið. 1-0 fyrir Fram og við þetta mark var sem allur vindur væri úr Blikunum. Framarar tóku öll völd á vellinum og vinnuhestarnir Jón Gunnar og Halldór Hermann á miðjunni hjá Fram gáfu miðjumönnum Blika lítin frið til að byggja upp sóknir. Þegar 23 mínútur voru liðnar af leik bættu Framarar við öðru marki, þar var að verki Almarr Ormarsson. Eitthvað fum og fát var á vörn Blika og nýtti Almarr sér það. Böðlaðist hann í framhjá varnarmönnum Blika með boltann, Ingvar í markinu virtist hinsvegar ná að góma boltann en Almarr vann boltann af harðfylgni og skoraði í tómt markið. Baráttumark hjá Akureyringnum. Jón Guðni Fjóluson fullkomnaði svo frábæran fyrri hálfleik Framara með marki úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 43 mínútu. Líklegast hefði Ingvar í markinu getað gert betur. 3-0 í hálfleik og Ólafur þjálfari Blika hefur væntanlega messað yfir sínum mönnum í leikhléi. Ólafur gerði 2 skiptingar í hálfleik og eitthvað virtist það hressa Blikana við. Alfreð sem hafði verið daufur í fyrri hálfleik kunni betur við sig með Guðmund Pétusson sér við hlið. Markahæsti maður deildarinnar hefði þó átt að nýta dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks en lánleysi Blika var algjört. Alfreð átti þó heiðurinn af marki Blika á 71 mínútu. Þá átti hann aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Hannes varði í stöng. Guðmundur Kristjánsson fylgsi eftir og skoraði. 3-1 og nú eygðu Blikar von. Því miður fyrir Blika fjaraði sú von út hægt og bítandi. Lítið var boðið upp á síðasta korterið af leiknum og Framarar fögnuðu sanngjörnum sigri. Mjög sterkt hjá Frömurum að vinna Breiðablik og Framara sýndu að þeir geta unnið hverja sem er þegar sá gállinn er á þeim. Blikarnir hinsvegar geta ekki leyft sér að bjóða upp á svona frammistöðu það sem eftir er sumar ætli þeir sér titil.Fram 3-1 Breiðablik Laugardalsvöllur, áhorfendur: óuppgefið Dómari: Magnús Þórisson 8 Skot(á mark)9 (5)- 11 (9) Varin skot: Hannes - Ingvar 6 - 3 Horn: 4 - 2 Aukaspyrnur fengnar: 22 - 19 Rangstöður: 4 - 1Fram 4-5-1 Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 6 Joseph Edward Tillen 7 ( Jón Orri Ólafsson 86 min - ) Jón Gunnar Eysteinsson 6Halldór Hermann Jónsson 8 * maður leiksins Tómas Leifsson 6 (Kristinn Ingi Halldórsson 73 min - ) Almarr Ormarsson 7 Hjálmar Þórarinsson 7 (Guðmundur Magnússon 80 min -)Breiðablik 4-5-1 Ingvar Þór Kale 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Elfar Freyr Helgason 5 (Haukur Baldvinsson 63 min) 6 Kári Ársælsson 5 Árni Kristinn Gunnarsson 4 Olgeir Sigurgeirsson 4 (Andri Rafn Yeoman 46 min) 6 Jökull Elísarbetarsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 Kristinn Steindórsson 5 (Guðmundur Pétursson 46 min) 5 Alfreð Finnbogason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira