Íslenski boltinn

Hjálmar heitur gegn KA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjálmar í leik gegn KR.
Hjálmar í leik gegn KR.

Framarar byrjuðu vel í Lengjubikarnum í fótbolta en þeir mættu KA í fyrsta leik sínum í keppninni. Fram vann leikinn 4-1 en leikið var í Boganum á Akureyri.

Jón Guðni Fjóluson kom Fram yfir og Hjálmar bætti öðru marki við áður en Sigurjón Fannar Sigurðsson mnnkaði muninn fyrir KA.

Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram svo í 1-3 og það var áðurnefndur Hjálmar sem skoraði lokamark leiksins. Tvö mörk hjá honum.

Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net.



 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×