Íslenski boltinn

Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson í leik með ÍBV í fyrra.
Viðar Örn Kjartansson í leik með ÍBV í fyrra. Mynd/Daníel
Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni.

„Ég byrjaði að æfa fyrir mánuði síðan og er aðeins farinn að sparka núna. Þetta lítur mjög vel út og ég ætti að vera kominn í leikform eftir fjórar vikur," sagði Viðar Örn í samtali við sunnlenska.is.

„Mér finnst frábært að vera kominn aftur á Selfoss. Ég þekki hópinn vel, þjálfarinn er mjög spennandi og umgjörðin frábær hjá félaginu," sagði Viðar í umræddu viðtali við sunnlenska fréttablaðið en hann var með 8 mörk í 22 leikjum með Selfossi í 1. deildinni 2008.

Með tilkomu Viðars þá hækkar hlutfall heimamanna enn meira en nánast allir leikmenn nýliðanna eru frá Selfossi eða nærsveitum. Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni en mætir KR á KR-vellinum á sunnudaginn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.