Innlent

Grímsvötn vekja alheimsathygli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverðir vatnavextir hafa verið í Grímsvötnum frá því í gær.
Töluverðir vatnavextir hafa verið í Grímsvötnum frá því í gær.
Erlendir fréttamiðlar hafa sýnt jarðhræringunum í Grímsvötnum töluverðan áhuga í dag. Fjölmiðlar í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sýnt málinu áhuga, svo dæmi séu nefnd. Hlaup hófst í Gígju í gær og það er talið merki um að gos geti mögulega hafist á næstunni.

Áhugi erlendra miðla þarf svo sem ekki að koma á óvart, enda setti gosið í Eyjafjallajökli í vor flugsamgöngur um allan heim úr skorðum í nokkra daga. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir voru víða í húfi vegna öskufoks frá jöklinum.

Og menn búa sig undir það versta. Í það minnsta segir norska Aftenposten í fyrirsögn á vef sínum að varað sé við gosi á Íslandi. Blaðið vísar í orð Reynis Böðvarssonar, jarðskjálftafræðings við Uppsalaháskóla, sem segir að ekki sé hægt að útiloka að það verði öskufall.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.