Enski boltinn

Mourinho hefur áhuga á að taka við Liverpool

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Mourinho vill koma aftur til Englands.
Mourinho vill koma aftur til Englands. Nordic photos/AFP

Jose Mourinho, þjálfari Inter, er sagður hafa áhuga á að koma aftur til Englands og taka við stjórastöðunni á Anfield.

Aftur á móti þá segir Mourinho að hann hafi ekki áhuga á starfinu hjá Liverpool meðan að Tom Hicks and George Gillet eru eigendur félagsins.

Liverpool á í viðræðum við Rhone Group sem vilja fjárfesta í félaginu. Ef það gengur eftir er líklegt að þeir félagar Tom og George sleppi taumunum og Rhone Group stjórni ákvörðunum félagsins.

Liverpool-liðið hefur ekki staðist væntingar í vetur og eflaust er Jose Mourinho rétti maðurinn til að koma liðinu á sigurbrautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×