Enski boltinn

United á toppinn eftir sigur gegn Liverpool

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Rooney skoraði í dag að venju.
Rooney skoraði í dag að venju.

Manchester United sigraði Liverpool 2-1 í hörkuleik á Old Trafford í dag.

Leikurinn byrjaði fjörlega því Fernando Torres skoraði glæsilegt skallamark á fimmtu minútu leiksins eftir sendigu frá Dirk Kuyt.

Heimamenn í United voru fljótir að svara því að stuttu síðar braut Javier Mascherano á Antonio Valencia innan teigs og vítaspyrna staðreynd. Wayne Rooney fór á punktinn, Pepe Reina varði vítið en Rooney var snöggur til og fylgdi eftir.

Staðan í hálfleik jöfn, 1-1.

Park Ji-Sung kom heimamönnum yfir á nýjan leik á 60. minútu leiksins. Fyrirgjöf Darren Fletcher rataði beint á kollinn á Park sem kláraði færið sitt vel.

Þetta reyndist sigurmarkið en Fernando Torres fékk kjörið tækifæri undir lokin til að tryggja Liverpool jafntefli en hann hitti boltann illa.

United er nú komið á toppinn í Ensku Úrvaldsdeildinni með 69 stig eftir sigurinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×