Enski boltinn

Fulham gefst ekki upp í baráttunni fyrir Martin Jol - viðræður við Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Jol.
Martin Jol. Mynd/Getty Images
Fulham er ekki búið að gefa upp vonina um að Martin Jol verði næsti stjóri liðsins þrátt fyrir að lið hans Ajax hafi ekkert viljað heyra á slíkt minnst. Fulham hefur náð að setja á fund með Ajax-mönnum í dag.

Martin Jol sagði Ajax að hann vildi taka við Fulham en hollenska liðið vill alls ekki missa þennan 54 ára þjálfara sem var stjóri Tottenham frá 2004 til 2007.

„Ajax veit um tilboðið frá Fulham. Við munum tala aftur saman á morgun (í dag) um framtíðina hjá Ajax," sagði Martin Jol við BBC.

Fulham hefur verið án stjóra síðan að Roy Hodgson tók við Liverpool 1. júlí síðastliðinn en Ray Lewington sinnir störfum stjórans á meðan félagið leitar af eftirmanni Hodgson.

Fulham er nú æfingaferð í Svíþjóð og það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin hefjist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×