Enski boltinn

Engir vuvuzela-lúðrar hjá Arsenal, Liverpool og West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Ensku úrvalsdeildarliðin keppast nú við að banna vuvuzela-lúðrana sem tröllriðu öllu á meðan HM í suður-Afríku stóð. Tottenham var fyrsta félagið til að banna lúðrana á heimaleikjum sínum en nú hefur bæst vel í hópinn af enskum úrvalsdeildarliðum.

Arsenal, Liverpool, West Ham United, Sunderland og Birmingham City hafa öll tilkynnt samskonar vuvuzela-lúðra bann á heimaleikjum sínum og það er allt sem bendir til þess að flest ef ekki öll félögin í ensku úrvalsdeildinni muni ekki leyfa þessa hávaðasömu lúðra á þessu tímabili.

Hávaðinn í vuvuzela-lúðrunum hefur verið mældur upp á 127 desíbil þegar hann er hæstur sem er hærra en tromma og vélsög sem dæmi. Helstu rökin fyrir banni þeirra eru tengd öryggi gesta en flestir eru þó fegnastir að fá að heyra hvatningasöngva stuðningsmannanna áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×