Enski boltinn

Houllier segir að Benitez hafi unnið Meistaradeildina með sitt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier. Mynd/AFP
Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, gagnrýndi harðlega starf Rafael Benitez hjá Liverpool í viðtali við Liverpool Echo og talaði um að hann sjálfur hafi átt mikið í sigri Liverpool í Meistaradeildinni árið 2005.

„Ég fór frá Liverpool þegar félagið var með gott lið og inn í Meistaradeildinni. Tólf af fjórtán leikmönnum sem tóku þátt í leiknum í Istanbul voru leikmenn sem ég keypti eða ól upp," sagði Gerard Houllier en hann segir að Benitez hafi eyðilagt Liverpool-liðið sem hann bjó til.

„Þegar ég kom inn í búningsklefann eftir sigurinn í Istanbul þá sögðu sumir leikmenn við mig: Stjóri, þetta er þitt lið," sagði Houllier sem taldi það ótrúlega slakan árangur að ná aðeins sjöunda sæti með leikmenn eins og Fernando Torres og Steven Gerrard innanborðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×