Enski boltinn

Chelsea við Ashley Cole: Þú losnar ekkert við slúðurpressuna í Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Mynd/Getty Images
Chelsea vill alls ekki missa Ashley Cole sem hefur fenginn mikinn áhuga frá Real Madrid þar sem er við stjórnvölinn, gamli stjórinn hans hjá Chelsea; José Mourinho.

Bruce Buck, stjórnarmaður Chelsea, segir menn þar á bæ reyna að tala Ashley Cole til og ráðleggja honum að hann geti ekkert losnað við slúðurpressuna þótt að hann flytji til Madrid.

„Ashley er frábær leikmaður. Hann er frábær í samskiptum og það kunna allir vel við hann. Hann er duglegur að æfa og er fyrirmyndaríþróttamaður að öllu leiti," segir Bruce Buck við Guardian.

„Auðvitað er hann ósáttur við hvernig einkalífið hans hefur verið mikið í sviðsljósinu og við viljum hjálpa honum að breyta því. Við erum á því að vandamálið hverfur ekkert þótt að hann flytji utan Bretlands. Það vilja því allir hér hjá Chelsea vinna að því með honum að einkalífið hans verði ánægjulegra. Þegar þú ert ekki sáttur utan vallar þá gengur þér aldrei vel inn á vellinum," sagði Bruce Buck og bætti við:

„Ashley Cole er annars ekki til sölu og það er ekkert sem breytir því að hann verður Chelsea-leikmaður á þessu tímabili," sagði Bruce Buck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×