Enski boltinn

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, með meistarabikarinn vorið 2009.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, með meistarabikarinn vorið 2009. Mynd/Getty Images
Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

Manchester United fær sjö prósentum fleiri atvæði en Chelsea og Liverpool sem koma í öðru sæti með 19 prósent atkvæða hvort. Arsenal er í 4. sætinu með 15 prósent og Manchester City er síðan í fimmta sæti með 10 prósent atkvæða.

Veðbankar eins og Sky Bet eru hinsvegar á því að mestar líkur séu á sigri Chelsea annað árið í röð en að þetta verði einvígi milli meistara síðustu ára, Chelsea og Manchester United. Manchester City er þar sett á undan Arsenal og Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×