Enski boltinn

Markalaust í fyrsta æfingaleik Liverpool undir stjórn Hodgson

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. AFP
Liverpool gerði markalaust jafntefli við svissneska liðið Grasshoppers í æfingaleik í Sviss sem var að ljúka. Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður hjá Liverpool.

Bæði lið fengu færi til að skora, Grashoppers það besta í fyrri hálfleiknum.

Joe Cole kom ekkert við sögu hjá Liverpool sem spilaði á mjög ungu liði. Leikurinn var hefðbundinn æfingaleikur, mjög hægur og fá færi litu dagsins ljós.

Arsenal vann Sturm Graz í æfingaleik sem fór einnig fram í dag, 3-0. Samir Nasri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og H. Lansbury eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×