Innlent

Synir Breiðholtsins afhentu borgarfulltrúum skýrslu

Forsvarsmaður hópsins, Bjarni Fritzson, fagnar hér bikarmeistaratitli ÍR-inga árið 2005.
Forsvarsmaður hópsins, Bjarni Fritzson, fagnar hér bikarmeistaratitli ÍR-inga árið 2005. Mynd/Pjetur
Fimm menn sem ólust upp í Breiðholtinu afhentu borgarfulltrúum í gær skýrslu um stöðu hverfisins. Forsvarsmaður hópsins er Bjarni Fritzson, landsliðsmaður í handbolta. Í formála skýrslunnar segir hann að síðastliðin ár og áratugi hafi borgaryfirvöld litið framhjá hverfinu og einbeitt sér að öðrum verkefnum.

„Þessi áralanga vanræksla borgaryfirvalda á hverfinu hefur orðið til þess að hverfin fjögur innan Breiðholts eru farin að grotna niður. Vegna þessa ákvað ég og mínir félagar að afhenda ykkur þessa skýrslu og benda á helstu vandamál innan Breiðholtsins, sérstaklega vegna þess að með öflugu inngripi ætti að vera tiltölulega einfalt að leysa þau," segir Bjarni. Auk hans unnu Tryggvi Haraldsson, Guðmundur Jóhannsson, Bjarni Þór Pétursson og Jóhann Jökull Ásmundsson að skýrslunni. Þar er að finna fjölmargar myndir úr hverfinu og tillögur um úrbætur.

Í lokaorðunum segir að tími sé til kominn að borgin aðstoði íbúa

Breiðholtsins að „losna undan „ghetto" stimplinum með því að sinna þessu hverfi betur og gera það meira aðlaðandi." Breiðholtið sé vel skipulagt og fjölskylduvænt hverfi, þar sem ungir sem aldnir ættu að geta notið sín. „Meðan hverfinu er ekki sinnt þá nýtast þessi skemmtilega útfærðu grænu svæði ekki sem skyldi," segja fimmmenningarnir í lokaorðunum þar sem þeir kalla sig Syni Breiðholtsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.