Nicolas Anelka hló þegar hann var úrskurðaður í átján leikja bann hjá franska landsliðinu. Hann var rekinn heim af HM og fékk þessi tíðindi á fundi í gær.
"Þetta er algjör vitleysa. Þetta fólk eru bara trúðar. Ég er hreinlega að deyja úr hlátri," sagði Anelka við franska fjölmiðla.
Hann segir að landsliðsferli sínum hafi reyndar verið lokið, hann hafi verið búinn þegar honum var gert að hætta að æfa þann 19. júní.
"Bannið er bara til að láta þá líta vel út," sagði Anelka.
Anelka hlær að banninu: Þetta eru trúðar

Tengdar fréttir

Anelka í átján leikja bann - Evra í fimm leikja bann
Landsliðsferill Frakkans Nicolas Anelka gæti verið á enda eftir að hann var dæmdur í átján leikja bann frá franska landsliðinu vegna hegðunar sinnar á HM í Suður-Afríku.