Enski boltinn

Carlos Tevez með þrennu á tólf mínútum - City aftur í 5. sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez var frábær í kvöld.
Carlos Tevez var frábær í kvöld. Mynd/AFP
Argentínumaðurinn Carlos Tevez tryggði Manchester City 3-0 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að skora öll þrjú mörk leiksins á aðeins tólf mínútna kafla undir lok leiksins.

Manchester City lék manni fleiri síðustu 34 mínútur leiksins eftir að Gary Caldwell var tekinn útaf fyrir að tækla Carlos Tevez með báðum fótum.

Carlos Tévez skoraði fyrsta markið sitt á 72. mínútu eftir sendingu frá Patrick Vieira, annað markið kom í kjölfar hornspyrnu tveimur mínútum síðar og Tevez innsiglaði síðan þrennuna eftir glæsilegan einleik á 84. mínútu.

Manchester City endurheimti fimmta sætið af Liverpool með þessum sigri en liðið er nú með tveimur stigum minna en Tottenham sem er sem fyrr í fjórða sætinu sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×