Íslenski boltinn

Sævar: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum

Stefán Pálsson skrifar

,,Ég er gríðarlega svekktur og hundfúll,“ sagði Sævar Þór Gíslason , fyrirliði, Selfyssinga eftir ,1-3, tap Selfyssinga í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

,,Þeir voru kannski aðeins meira með boltann en þetta er samt sem áður einn af betri leikjum okkar í sumar. Úrslitin gefa engan veginn rétta mynd af leiknum. Ég fékk algjört dauðafæri um miðjan síðari hálfleik sem ég klúðraði,  en með marki þá hefðum við jafnað leikinn. Í staðinn fyrir skora Blikar þriðja markið og klára leikinn,“sagði Sævar svekktur eftir leikinn í kvöld.

Selfyssingar mæta Grindvíkingum í næstu umferð og þá er um sannkallaðan sex stiga leik að ræða þar sem hvorugt liðið hefur efni á því að misstíga sigþ

,,Þetta eru allt úrslitaleikir hjá okkur í sumar og leikurinn gegn Grindvíkingum er bara einn af þeim. Við tökum bara tvær góðar æfingar fram að leik og svo verðum við bara að vera klárir á fimmtudaginn þegar við förum til Grindavíkur. Það er alltaf gaman að koma til Grindavíkur og okkur hlakkar bara til,“ sagði Sævar Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×