Umfjöllun: Blikar loksins á toppinn Stefán Pálsson skrifar 5. júlí 2010 15:15 Blikar komu sér í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-1 sigri á nýliðum Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í tíunda sæti með 7 stig, en Blikar þriðja sæti með 17 stig. Með sigri gátu Blikar komist í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta skipti í langan tíma og því var til mikils að vinna fyrir gestina. Heimamenn máttu alls ekki við tapi þar sem þeir berjast óðum við að halda sæti sínu í efstu deild. Leikurinn hófst heldur rólega en það voru Blikar sem byrjuðu betur og virtust ætla taka öll völd á vellinum. Fyrsta korterið af leiknum voru Selfyssingar ekki mættir til leiks en þeir komust lítið í takt við leikinn. Engu að síður voru það heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins sem kom á 21.mínútu leiksins. Þá komst Sævar Þór Gíslason inn fyrir vörn Blika og átti fínt skot rétt framhjá. Það má segja að með því skoti hafi Selfyssingar mætt til leiks. Liðin skiptust síðan á að sækja og fengu nokkur góð færi, en það voru gestirnir sem náðu að brjóta ísinn með marki nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Steindórsson skoraði virkilega flott mark eftir fína hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Selfyssingar hefðu ekki getað fengið mark á sig á verri tíma því Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks strax eftir markið og því staðan 0-1 í hálfleik. Blikar létu heldur betur kné fylgja kviði og komu sterkir út í síðari hálfleikinn. Það virtist sem svo að Selfyssingar væru ekki enn búnir að ná sér eftir markið. Þvert gegn gangi leiksins náðu Selfyssingar að jafna metin á 57.mínútu. Skelfileg varnarmistök hjá Kára Ársælssyni , varnarmanni Blikar, urðu þess valdandi að Einar Ottó Antonsson náði boltanum og skoraði flott mark fyrir Selfyssinga. Blikar létu markið ekki trufla sinn leik og náðu að komast yfir tíu mínútum síðar en þar var að verki framherjinn Guðmundur Pétursson, en hann skoraði einkar fallegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Aðeins einni mínútu síðar fékk Sævar Þór Gíslason , fyrirliði Selfyssinga, algjört dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt renndi hann boltanum framhjá markinu. Síðustu 20 mínútur leiksins voru algjörlega eign gestanna og náðu þeir að bæta við þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Þá var Kristinn Steindórsson aftur mættur en hann kórónaði leik sinn með öðru marki og kom Blikum á toppinn í Pepsi-deild karla. Selfoss - Breiðablik 1-3 0-1 Kristinn Steindórsson (46.) 1-1 Einar Ottó Antonsson (57.) 1-2 Guðmundur Pétursson (66.) 1-3 Kristinn Steindórsson (90). Selfossvöllur - Áhorfendur: 1023 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8 Skot (á mark): 9-8 (4-4)Varin skot: Jóhann 2– Ingvar 3Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar 14-9Rangstöður 0-5 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 6 Ingólfur Þórarinsson 5 (73. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Einar Ottó Antonsson 7 Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Jón Steindór Sveinsson 6 (87. Ingi Rafn Ingibergsson - ) Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 5 (73. Viðar Örn Kjartansson - ) Breiðablik 4-4-2 Ingvar Kale 6 Kristinn Jónsson 7 Kári Ársælsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 (81. Árni Kristinn Gunnarsson -) Jökull Elísabetarson 5 Alfreð Finnbogason 5 Guðmundur Pétursson 5 (81. Andri Rafn Yeoman - )Kristinn Steindórsson 8 – Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Blikar komu sér í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-1 sigri á nýliðum Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í tíunda sæti með 7 stig, en Blikar þriðja sæti með 17 stig. Með sigri gátu Blikar komist í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta skipti í langan tíma og því var til mikils að vinna fyrir gestina. Heimamenn máttu alls ekki við tapi þar sem þeir berjast óðum við að halda sæti sínu í efstu deild. Leikurinn hófst heldur rólega en það voru Blikar sem byrjuðu betur og virtust ætla taka öll völd á vellinum. Fyrsta korterið af leiknum voru Selfyssingar ekki mættir til leiks en þeir komust lítið í takt við leikinn. Engu að síður voru það heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins sem kom á 21.mínútu leiksins. Þá komst Sævar Þór Gíslason inn fyrir vörn Blika og átti fínt skot rétt framhjá. Það má segja að með því skoti hafi Selfyssingar mætt til leiks. Liðin skiptust síðan á að sækja og fengu nokkur góð færi, en það voru gestirnir sem náðu að brjóta ísinn með marki nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Steindórsson skoraði virkilega flott mark eftir fína hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Selfyssingar hefðu ekki getað fengið mark á sig á verri tíma því Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks strax eftir markið og því staðan 0-1 í hálfleik. Blikar létu heldur betur kné fylgja kviði og komu sterkir út í síðari hálfleikinn. Það virtist sem svo að Selfyssingar væru ekki enn búnir að ná sér eftir markið. Þvert gegn gangi leiksins náðu Selfyssingar að jafna metin á 57.mínútu. Skelfileg varnarmistök hjá Kára Ársælssyni , varnarmanni Blikar, urðu þess valdandi að Einar Ottó Antonsson náði boltanum og skoraði flott mark fyrir Selfyssinga. Blikar létu markið ekki trufla sinn leik og náðu að komast yfir tíu mínútum síðar en þar var að verki framherjinn Guðmundur Pétursson, en hann skoraði einkar fallegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Aðeins einni mínútu síðar fékk Sævar Þór Gíslason , fyrirliði Selfyssinga, algjört dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt renndi hann boltanum framhjá markinu. Síðustu 20 mínútur leiksins voru algjörlega eign gestanna og náðu þeir að bæta við þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Þá var Kristinn Steindórsson aftur mættur en hann kórónaði leik sinn með öðru marki og kom Blikum á toppinn í Pepsi-deild karla. Selfoss - Breiðablik 1-3 0-1 Kristinn Steindórsson (46.) 1-1 Einar Ottó Antonsson (57.) 1-2 Guðmundur Pétursson (66.) 1-3 Kristinn Steindórsson (90). Selfossvöllur - Áhorfendur: 1023 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8 Skot (á mark): 9-8 (4-4)Varin skot: Jóhann 2– Ingvar 3Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar 14-9Rangstöður 0-5 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 6 Ingólfur Þórarinsson 5 (73. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Einar Ottó Antonsson 7 Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Jón Steindór Sveinsson 6 (87. Ingi Rafn Ingibergsson - ) Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 5 (73. Viðar Örn Kjartansson - ) Breiðablik 4-4-2 Ingvar Kale 6 Kristinn Jónsson 7 Kári Ársælsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 (81. Árni Kristinn Gunnarsson -) Jökull Elísabetarson 5 Alfreð Finnbogason 5 Guðmundur Pétursson 5 (81. Andri Rafn Yeoman - )Kristinn Steindórsson 8 – Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira