Íslenski boltinn

Kristján Ómar: Vantar aðeins broddinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kristján Ómar Björnsson skoraði fyrir Hauka í uppbótartíma gegn Fylki í kvöld og tryggði liðinu fyrsta stigið á Vodafone-vellinum þetta sumar.

„Þetta var ekki fallegt en taldi jafn mikið og önnur mörk," sagði Kristján.

„Leikurinn í heild eru ákveðin vonbrigði. Við höfðum ákveðið tak á þeim í fyrri hálfleiknum en náðum ekki að nýta okkur það. Við vorum að spila vel en erum ekki nægilega beittir, það vantar aðeins broddinn í þetta hjá okkur. Við erum að vinna í því og þegar það kemur verðum við óárennilegir" sagði Kristján sem segir Hauka ekki vera að örvænta.

„Þó spilamennskan í seinni hálfleik hafi verið vonbrigði þá er stígandi á heildina litið. Fólk getur ekki bókað neitt gegn okkur og við erum að veita öllum liðum keppni. Við höfum náð sterkum jafnteflum og trúin er til staðar. Það vantar bara reynsluna til að klára leikina."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×