Íslenski boltinn

Völlurinn í Keflavík hvarf og sneri stærri til baka

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Völlurinn í millibilsástandi.
Völlurinn í millibilsástandi. Heimasíða Keflavíkur.
Keflavíkingar léku loksins sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar í gærkvöldi. Eftir gagngerar endurbætur var Sparisjóðsvöllurinn þá tekinn í notkun á nýjan leik en Keflvíkingar höfðu spilað á heimavelli Njarðvíkur þar til í gær.

Á heimasíðu Keflvíkinga má sjá myndir af vallarframkvæmdunum. Vellinum var algjörlega flett af eins og sjá má á myndinni og nýtt undirlag er nú komið á hann.*

Meðal annars er búið að skipta um undirlag og setja í völlinn hitalagnir, vökvunarkerfi og frárennslislagnir við völlinn sem hefur einnig verið stækkaður.

Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við FH í fyrsta heimaleiknum en á heimasíðu Keflvíkinga má sjá myndir af framkvæmdunum í tímaröð.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn

Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×