Innlent

Sletti málningu á hús Hreiðars Más

Málningu var slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar í nótt.

Samkvæmt tilkynningu sem fréttastofu barst frá skemmdarvarginum þá skvetti hann málningu, sem hann sjálfur kallar blóð þjóðarinnar, yfir þak hússins, lóð og vesturhlið þess.

Þá segir einnig í póstinum að vegna strangrar gæslu við framhlið hússins hafi ekki náðst að sulla á hana. Skemmdarvargurinn komst óséður í burtu.

Hreiðar Már hefur allnokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum eftir hrun. Meðal annars var þrisvar kastað málningu í hús hans í ágúst á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×