Fólkið heyrir ekki í stjórninni 10. júní 2010 04:00 Málþingið Vorar skuldir – kirkjan og baráttan gegn óréttmætum skuldum var haldið í Neskirkju á mánudag. fréttablaðið/stefán Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stórfyrirtæki fá risaskuldir afskrifaðar. Þetta segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. „Jafnvel þótt sagt sé að ríkisstjórnin hafi góðar fyrirætlanir í þessa vegu, þá er það ekki þetta sem fólk heyrir. Fólki sýnist að lítið sé verið að gera. Það er mikilvægt að við endurheimtum traustið í samfélaginu og vonina," segir hann. Biskup lét þessi orð falla á mánudag á málþingi um skuldir og baráttuna gegn óréttmætum skuldum í Neskirkju. Hann minnti á að kirkjur Norðurlanda hefðu ætíð lagt áherslu á hlutverk ríkisins við að verja þá sem eru veikburða og varnarlausir. Nú hefði hann áhyggjur af framtíð velferðarkerfisins, því sé haldið fram að það sé of dýrt: „Það væri ósiðlegt og ábyrgðarlaust að byggja samfélagið einungis á grundvelli efnahagslegs vaxtar eins og var gert í góðærinu," sagði Karl. Þá fór biskup yfir „tungumál markaðarins" og hugmyndafræðina sem hefði stjórnað öllu í góðærinu, hugmyndafræði sem hefði verið eins og trúarkenning: „Öfgahyggja sem passaði inn í áráttu nútímans um einstaklinginn og réttindi hans til að fá þarfir sínar uppfylltar og vandamál leyst, sama hvað það kostar," sagði hann. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stórfyrirtæki fá risaskuldir afskrifaðar. Þetta segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. „Jafnvel þótt sagt sé að ríkisstjórnin hafi góðar fyrirætlanir í þessa vegu, þá er það ekki þetta sem fólk heyrir. Fólki sýnist að lítið sé verið að gera. Það er mikilvægt að við endurheimtum traustið í samfélaginu og vonina," segir hann. Biskup lét þessi orð falla á mánudag á málþingi um skuldir og baráttuna gegn óréttmætum skuldum í Neskirkju. Hann minnti á að kirkjur Norðurlanda hefðu ætíð lagt áherslu á hlutverk ríkisins við að verja þá sem eru veikburða og varnarlausir. Nú hefði hann áhyggjur af framtíð velferðarkerfisins, því sé haldið fram að það sé of dýrt: „Það væri ósiðlegt og ábyrgðarlaust að byggja samfélagið einungis á grundvelli efnahagslegs vaxtar eins og var gert í góðærinu," sagði Karl. Þá fór biskup yfir „tungumál markaðarins" og hugmyndafræðina sem hefði stjórnað öllu í góðærinu, hugmyndafræði sem hefði verið eins og trúarkenning: „Öfgahyggja sem passaði inn í áráttu nútímans um einstaklinginn og réttindi hans til að fá þarfir sínar uppfylltar og vandamál leyst, sama hvað það kostar," sagði hann.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira