Innlent

Myndir af höfninni í Bakkafjöru

Þessar myndir voru teknar af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um borð í eftirlits- og björgunarflugvélinni TF-SIF í morgun af höfninni sem nú rís í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Myndirnar voru teknar úr 1047 feta hæð.

Framkvæmdir í Bakkafjöru hófust sumarið 2008 og í byrjun febrúar á þessu ári var byrjað að koma fyrir undirstöðum bryggjunnar.

Hægt er að sjá myndirnar í stærri upplausn með því að ýta á þær.
Þótt aðeins séu um 13 kílómetrar milli Bakkafjöru í Landeyjum og Heimaey hefur hafnleysið á Suðurlandi komið í veg fyrir að þessi stutta vegalengd gæti nýst. Því hefur þurft að sigla Herjólfi frá Þorlákshöfn til og frá Eyjum en siglingin þar á milli tekur um þrjá tíma. Áður en langt um líður mun þessi siglingatími styttast verulega en stefnt er að því að höfnin verði tekin í notkun 1. júlí.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×