Fótbolti

John Toshack hættur sem þjálfari Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Toshack og Craig Bellamy.
John Toshack og Craig Bellamy. Mynd/AFP
John Toshack hefur gefið það endanlega út að hann sé hættur sem þjálfari velska landsliðsins. Toshack tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag en það er búið að vera nokkuð ljóst síðustu daga að hann myndi hætta með liðið eftir að Wales tapaði fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012.

John Toshack er 61 árs gamall og tók við velska liðinu af Mark Hughes árið 2004. Samningur hans var til ársins 2012. Toshack átti mjög farsælan leikmannaferil með Liverpool og hóf þjálfaraferilinn hjá Swansea en hefur síðan þjálfað lið í Portúgal, á Spáni, í Tyrklandi, í Frakklandi og á Ítalíu.

Wales hefur ekki komið á stórmót síðan að liðið var með á HM í Svíþjóð árið 1958.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×