Enski boltinn

Redknapp lýsir yfir áhuga á Bellamy en minnist ekki á Eið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Harry Redknapp hefur áhuga á því að kaupa Craig Bellamy til Tottenham. Hann skýtur einnig til baka á West Ham sem gagnrýndi Tottenham fyrir áhuga þess á Scott Parker.

Nýr stjóri Fulham, Mark Hughes, vill einnig fá Bellamy frá Manchester City.

Redknapp var opinskár í viðtali eftir tapið gegn Villareal en hann minntist ekkert á Eið Smára Guðjohnsen.

Ekkert hefur heyrst frá Redknapp lengi vegna Eiðs en aftur á móti vill hann bæði Bellamy, Parker og þá hefur hann sagst vilja halda Robbie Keane hjá félaginu.

West Ham var ósátt við Tottenham sem segist ekki hafa gert neitt rangt.

"West Ham hefur haft áhuga á Jamie O´Hara lengi en ég er ekki að kippa mér upp við það. Fólk er alltaf að hringja í okkur og spyrja um leikmenn, svona er bara markaðurinn," segir Redknapp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×