Til heiðurs Stieg Larsson 26. nóvember 2010 06:00 Kepler-hjón Alexander og Alexandra höfðu reynt að skrifa bækur saman. Þeim tókst það loks þegar þau bjuggu til nýjan rithöfund, Lars Kepler. Hann er nefndur í höfuðið á Stieg <B>Larsson og vísindamanninum Johannesi Kepler.</B> Sænska spennusagan Dávaldurinn naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Höfundurinn kallaði sig Lars Kepler en fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í rithöfundinum eða rithöfundunum. Spennusagan Dávaldurinn fékk lofsamlega dóma þegar hún kom út og sænskir fjölmiðlar vildu auðvitað ná tali af þessum rithöfundi sem hafði óvænt slegið í gegn með sinni fyrstu bók. Þeir gripu hins vegar í tómt, Kepler virtist vera huldumaður eða hreinlega ekki til. Að endingu voru það tveir blaðamenn frá Aftenposten sem komust á snoðir um hvernig í málinu lá og það var þá sem hjónin og rithöfundarnir Alexander Ahndoril og Alexandra Coelho keyrðu með börnin sín frá sumarhúsi sínu til Stokkhólms, boðuðu til blaðamannafundar og upplýstu að þau væru Lars Kepler „Við ætluðum aldrei að afhjúpa okkur en þegar bókinni gekk svona vel þá varð allt brjálað og næstum öll sænska þjóðin tók þátt í því að reyna að grafast fyrir um hver Lars Kepler væri,“ segir Alexander í samtali við Fréttablaðið. Dávaldurinn segir frá Joona Linna, finnskættuðum rannsóknarlögreglumanni hjá ríkislögreglunni í Svíþjóð. Hann tekur að sér að rannsaka ógeðfellt morð á fjölskyldu í smábæ og fær lækninn og fyrrum dávaldinn Erik Maria Bark til að dáleiða eina fórnarlambið sem lifði árásina af. Sú dáleiðsla á hins vegar eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Bark og fjölskyldu hans. Joona Linna hefur þegar öðlast framhaldslíf í næstu bók Kepler-hjónanna og Alexander segir þau reyndar vera með það mikinn efnivið og margar hugmyndir að þau gætu skrifað átta bækur um Linna. Þriðja bókin sé allavega væntanleg og sú fjórða er komin vel á veg. Alexander og Alexandra voru vel þekktir rithöfundar í „fínni“ bókmenntageiranum í Svíþjóð, höfðu skrifað, hvort í sínu lagi, hábókmenntalegar bækur, leikrit og lærðar greinar. „Við vildum skapa glæpasögu sem væri í stíl við spennumynd, væri byggð upp á svipaðan hátt og með sama tempói,“ segir Alexander og játar það fúslega að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson hafi haft mikil áhrif á þau. „Larsson breytti spennusagnaforminu, hann kom með eitthvað nýtt, sýndi fram á að spennusaga þarf ekki bara að fjalla um morð og lögreglurannsókn,“ segir Alexander og útskýrir að nafnið Lars í Lars Kepler sé til heiðurs Stieg Larsson, slík áhrif hafi hann haft. Kepler sé hins vegar fengið frá Johannesi Kepler, vísindamanni sem leysti einhverja mestu ráðgátu átjándu aldar með því að treysta eingöngu á vísbendingar. En það er ekki hægt að sleppa Alexander án þess að spyrja hann hverng það hafi gengið hjá þeim hjónum að skrifa bókina saman. „Við höfum áður reynt að skrifa bækur saman en sú vinna endaði í hávaðarifrildum og við rifumst um nánast allt milli himins og jarðar. En þegar við tókum ákvörðun um að búa til þetta dulnefni og breyttum um verkferla þá fór þetta að ganga. Í dag gætum við til að mynda ekki bent á hvort okkar á hvaða setningu.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Sænska spennusagan Dávaldurinn naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Höfundurinn kallaði sig Lars Kepler en fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í rithöfundinum eða rithöfundunum. Spennusagan Dávaldurinn fékk lofsamlega dóma þegar hún kom út og sænskir fjölmiðlar vildu auðvitað ná tali af þessum rithöfundi sem hafði óvænt slegið í gegn með sinni fyrstu bók. Þeir gripu hins vegar í tómt, Kepler virtist vera huldumaður eða hreinlega ekki til. Að endingu voru það tveir blaðamenn frá Aftenposten sem komust á snoðir um hvernig í málinu lá og það var þá sem hjónin og rithöfundarnir Alexander Ahndoril og Alexandra Coelho keyrðu með börnin sín frá sumarhúsi sínu til Stokkhólms, boðuðu til blaðamannafundar og upplýstu að þau væru Lars Kepler „Við ætluðum aldrei að afhjúpa okkur en þegar bókinni gekk svona vel þá varð allt brjálað og næstum öll sænska þjóðin tók þátt í því að reyna að grafast fyrir um hver Lars Kepler væri,“ segir Alexander í samtali við Fréttablaðið. Dávaldurinn segir frá Joona Linna, finnskættuðum rannsóknarlögreglumanni hjá ríkislögreglunni í Svíþjóð. Hann tekur að sér að rannsaka ógeðfellt morð á fjölskyldu í smábæ og fær lækninn og fyrrum dávaldinn Erik Maria Bark til að dáleiða eina fórnarlambið sem lifði árásina af. Sú dáleiðsla á hins vegar eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Bark og fjölskyldu hans. Joona Linna hefur þegar öðlast framhaldslíf í næstu bók Kepler-hjónanna og Alexander segir þau reyndar vera með það mikinn efnivið og margar hugmyndir að þau gætu skrifað átta bækur um Linna. Þriðja bókin sé allavega væntanleg og sú fjórða er komin vel á veg. Alexander og Alexandra voru vel þekktir rithöfundar í „fínni“ bókmenntageiranum í Svíþjóð, höfðu skrifað, hvort í sínu lagi, hábókmenntalegar bækur, leikrit og lærðar greinar. „Við vildum skapa glæpasögu sem væri í stíl við spennumynd, væri byggð upp á svipaðan hátt og með sama tempói,“ segir Alexander og játar það fúslega að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson hafi haft mikil áhrif á þau. „Larsson breytti spennusagnaforminu, hann kom með eitthvað nýtt, sýndi fram á að spennusaga þarf ekki bara að fjalla um morð og lögreglurannsókn,“ segir Alexander og útskýrir að nafnið Lars í Lars Kepler sé til heiðurs Stieg Larsson, slík áhrif hafi hann haft. Kepler sé hins vegar fengið frá Johannesi Kepler, vísindamanni sem leysti einhverja mestu ráðgátu átjándu aldar með því að treysta eingöngu á vísbendingar. En það er ekki hægt að sleppa Alexander án þess að spyrja hann hverng það hafi gengið hjá þeim hjónum að skrifa bókina saman. „Við höfum áður reynt að skrifa bækur saman en sú vinna endaði í hávaðarifrildum og við rifumst um nánast allt milli himins og jarðar. En þegar við tókum ákvörðun um að búa til þetta dulnefni og breyttum um verkferla þá fór þetta að ganga. Í dag gætum við til að mynda ekki bent á hvort okkar á hvaða setningu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira