Innlent

Segir slökkviliðsstjóra ekki geta lokað flugvellinum

Árni Birgisson, deildarstjóri yfir björgunarmálum hjá Flugstoðum segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu, ekki hafa neina heimild til þess að loka flugvellinum líkt og hann hótar að gera á morgun. Ástæðan fyrir lokuninni að sögn Jóns Viðars er sú að slökkviliðsmenn á flugvellinum séu of fáir. Nú eru þeir tveir en Jón Viðar segir þá þurfa vera fjóra.

Að sögn Árna þá ná lög um brunavarnir ekki yfir loftför heldur mannvirki. Því sé það ekki í verkahring slökkviliðsstjórans að loka flugvellinum vegna meintra brotalama í öryggismálum.

Árni segir að öryggi sé ekki ábótavant á flugvellinum. Þá bendir Árni einnig á að ef fjórir starfsmenn verði minnst á vaktinni þá þurfi slíkt hið sama að gilda um flugvelli út á landinu. Það eru um fjórtán flugvellir sem þyrftu þá að hafa minnst fjóra slökkviliðsmenn á vakt með tilheyrandi kostnaði að sögn Árna.

Hann segir mat Flugstoða á brunavörnum sé ákvarðað út frá áratuga reynslu af rekstri flugvallarins.


Tengdar fréttir

Ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli vegna skorts á slökkviliðsmönnum

„Stjórnsýslukæran frestar ekki réttaráhrifum og því mögulegt að flugvellinum verði lokað komi ekki til úrbóta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur sent Flugstoðum bréf þar sem hann tilkynnir þeim að Reykjavíkurflugvelli verði lokað á morgun verði ekki fjölgað í liði slökkviliðsmanna á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×