Innlent

Kostnaður og fyrirkomulag gagnrýnt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Önnur umræða um frumvarp ríksistjórnarinnar um ráðgefandi stjórnlagaþing fór fram á Alþingi í gærkvöld.

Samkvæmt frumvarpinu á stjórnlagaþingi að leggja fyrir Alþingi tillögur að breytingum á stjórnarskrá Íslands. Þjóðinn er ætlað að kjósa 25 til 31 fulltrúa á stjórnlagaþingið.

Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræðurnar á þinginu í gærkvöld að samkvæmt frumvarpinu myndum við á endanum verða með fulltrúaþing - alveg eins og Alþingi sé fulltrúaþing. Löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og það væri Alþingis að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar. Tillaga sjálfstæðismanna væri sú að „við kæmum okkar saman að kjósa hlutfallskosningu tíu manna nefnd sérfræðinga sem færi yfir þá þætti stjórnarskrárinnar sem vildum taka til endurskoðunar," sagði Bjarni.

Vigdís Hauksdóttir úr Franmsóknarflokki gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að efna til minnst 500 milljóna króna útgjalda til að fjármagna ellefu mánaða stjórnlagaþing á sama tíma og heimilin í landinu berðust í bökkum. Ákvæði í frumvarpinu um að kynjajöfnun fulltrúa á stjórnlagaþinginu bæri vott um ofríki.

„Lýðræði af þessu tagi er handstýrt af stjórnvöldum og er ekki það sem fólk vill eftir hrunið," sagði Vigdís.

Umræðum um málið var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×