Innlent

Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar erlendis vegna vandræða í flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Karen Kjartansdóttir ræddi við nokkra af þeim Íslendingum sem komast hvorki lönd né strönd.

Um allan heim bíður fólk eftir ættingjum sínum, vinum eða starfssystkinum sem eru strandaglópar í ókunnugu landi vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Hingað á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hefur fjöldi bréfa borist frá reiðum íslenskum ferðalöngum. Sumir hverjir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka verði ekki flogið í bráð þar sem peningaleysi er farið að láta á sér kræla og ekki vilja flugfélögin gangast í ábyrgð á því sem aðeins æðri máttarvöld hafa stjórn á.

Þá sakna ýmis fyrirtæki og samtök starfsmanna sinna en til dæmis eru bæði Kvennaathvarfið og Barnaverndastofa án sinna stjórnenda vegna eldgossins.

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express segir að varlega megi áætla að um 6000 íslendingar séu nú utan landssteinanna. Hann bindur þó vonir við að á næstu dögum komist flestir til síns heima.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×