Enski boltinn

Giggs sama um City en spenntur fyrir unglingum United

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. GettyImages
Ryan Giggs er spenntari fyrir ungum leikmönnum Manchester United en stórstjörnunum sem Manchester City er að spreða í. "Þær setja bara meiri pressu á félagið," segir Giggs.

Nýjir leikmenn á borð við Chris Smalling (20 ára) og Javier Hernandez (22 ára ), auk leikmanna á borð við bræðranna Rafael (20) og Fabio (20) ásamt Federico Macheda (18) og fleirum sýna að framtíðin er björt að mati Giggs.

"Á síðasta tímabili voru margir ungir leikmenn að brjótast inn í byrjunarliðið. Nani átti gott tímabil, Antonio Valencia átti frábært fyrsta tímabil hjá félaginu, Macheda barðist við meiðsli, Chris er að koma inn, svo það er mikið af ungum leikmönnum sem þegar fengið smjörþefinn af aðalliðinu."

"Vonandi er hungrið í þeim enn meira núna og þeir geta haldið áfram að standa sig vel, og enn betur en áður," sagði Giggs sem skaut síðan á erkifjendurnar á City.

"Þar til við spilum við þá tek ég ekkert eftir því hvað City gerir, ekki frekar en önnur félög. Ef þeir ná að sýna stöðugleika geta þeir orðið mikil ógn, en enginn veit hvort það takist," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×