Enski boltinn

Eduardo á leiðinni til Shaktar Donetsk

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Breskir og króatískir netmiðlar greina frá því í dag að Eduardo sé á leiðinni til Shaktar Donetsks frá Arsenal fyrir sex milljónir punda.

Eduardo var einnig á óskalista Besiktas og Aston Villa en hjá Shaktar fær hann mun hærri laun, um 50 þúsund pund á viku, og félag sem leikur í Meistaradeildinni.

Hann lék ekki í æfingaleik Arsenal gegn Barnet á laugardaginn en félagið fékk Marouane Chamack til sín í sumar. Eduardo er 27 ára gamall og skoraði hann átta mörk í 41 leik hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×