Íslenski boltinn

James Hurst spilar með ÍBV út ágúst

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Hægri bakvörðurinn James Hurst mun spila með ÍBV út ágústmánuð. Þetta kemur fram hjá Eyjafréttum í dag en hann var farinn heim til Portsmouth í síðustu viku.

Félagið tók aftur á móti þá ákvörðun að senda hann aftur til Íslands og voru allir aðilar sáttir með það.

Hurst hefur spilað mjög vel með ÍBV í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×