Enski boltinn

Mancini staðfestir áhuga City á Landon Donovan, Balotelli og Milner

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mancini og David Moyes.
Mancini og David Moyes. AFP
Roberto Mancini hefur greint frá því að Manchester City hafi áhuga á því að fá Landon Donovam Mario Balotelli og James Milner. Hann sagði jafnframt að félagið myndi ekki láta plata sig út í að borga of mikið fyrir mennina.

Mancini var í New York að tala viðblaðamenn.

"Landon Donovan er góður leikmaður. það kemur til greina að við fáum hann til okkar," sagði Mancini en forráðamenn City hafa síðan reynt að draga úr orðum stjórans.

"Við erum að fylgjast með þeim en þetta tekur sinn tíma," sagði Mancini svo um Balotelli og Milner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×