Íslenski boltinn

Umfjöllun: Heppnismark Guðmundar tryggði Blikum sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Breiðablik er komið í annað sætið í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á KR í Kópavoginum í dag.

KR-ingar mættu alls ekki tilbúnir til leiks og það nýttu Blikar sér strax á 3. mínútu er Olgeir Sigurgeirsson tók frákast í teignum og skoraði.

KR-ingar vöknuðu í kjölfarið og tóku fljótt völdin á vellinum. Það skilaði marki er Viktor Bjarki skallaði í netið. Ekki komu fleiri mörk í fyrri hálfleik.

Sigurmarkið var afar skrautlegt. Varnarmaður KR hreinsaði frá marki en gekk ekki betur en svo að hann sparkaði í Guðmund Pétursson Blika. Af honum sigldi boltinn síðan yfir Moldsked og í markið. Ótrúlegt mark.

KR sótti grimmt eftir þetta en gekk illa að nýta færin og því voru það Blikar sem fögnuðu sigri.

KR spilaði einn sinn besta leik í sumar. Allt annað að sjá til liðsins er það spilar 4-3-3. KR náði algjörum yfirburðum á miðjunni og hélt því taki lengstum. Liðið skapaði ágæt færi en sóknarmenn liðsins eru ekki á markaskónum.

Þó svo Blikar væru undir á miðjunni var sóknarlína þeirra alltaf hættuleg. Þeir fengu betri færi í leiknum en Moldsked varði margoft frábærlega frá þeim.

Breiðablik-KR 2-1

1-0 Olgeir Sigurgeirsson (3.)

1-1 Viktor Bjarki Arnarsson (33.)

2-1 Guðmundur Pétursson (74.)

Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.383

Dómari: Erlendur Eiríksson (7)

Skot (á mark) 14-15 (9-8)

Varin skot: Ingvar 6 - Lars 8

Horn 7-9

Aukaspyrnur fengnar 9-14

Rangstöður 3-8



Breiðablik 4-4-2

Ingvar Kale 6

Arnór Aðalsteinsson 6

Kári Ársælsson 6

Elfar Helgason 6

Kristinn Jónsson 7

Guðmundur Kristjánsson 3

(63., Guðmundur Pétursson 7)

Finnur Orri Margeirsson 4

Olgeir Sigurgeirsson 5

(72., Andri Yeoman -)

Jökull Elísabetarson 5

Alfreð Finnbogason 6

Kristinn Steindórsson 4

(85., Árni Gunnarsson -).

KR 4-3-3

Lars Moldsked 7 - Maður leiksins


Skúli Jón Friðgeirsson 5

Mark Rutgers 6

Grétar Sigurðarson 6

Guðmundur Gunnarsson 6

Baldur Sigurðsson 6

Bjarni Guðjónsson 6

Viktor Bjarki Arnarsson 5

(78, Gunnar Örn Jónsson -)

Óskar Örn Hauksson 3

(85., Gunnar Kristjánsson -)

Björgólfur Takefusa 4.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Breiðablik - KR








Fleiri fréttir

Sjá meira


×