Enski boltinn

Deschamps vill ekki fara til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forseti Marseille, Jean-Claude Dassier, virðist hafa vitað hvað hann var að tala um er hann sagði kokhraustur að Didier Deschamps myndi ekki fara til Liverpool - sama hversu mikið forráðamenn enska liðsins myndu tala við hann.

Deschamps hefur sjálfur rofið þögnina og lýst því yfir að hann sé hamingjusamur í herbúðum Marseille.

"Ég er mjög ánægður hjá Marseille. Ég ætla ekki bara að vera þar í eitt ár. Þjálfari má ekki tjalda til einnar nætur heldur verður að byggja upp til framtíðar. Það er mín stefna hjá Marseille," sagði Deschamps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×