Íslenski boltinn

Umfjöllun: Enginn sóknarleikur í Laugardalnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Leik Fram og Hauka lauk í Laugardalnum með 0-0 jafntefli. Með sigri hefði Fram lyft sér í toppsætið en Haukar voru enn að leita að fyrsta sigri sumarsins.

Leikurinn komst aldrei á neitt flug, bæði lið spiluðu varfærnislega og var lítið um sóknarburði frá báðum liðum. Fram fékk fleiri færi en þó voru færi Hauka hættulegri í fyrri hálfleik.

Það hresstist þó aðeins upp á seinni hálfleikinn, en fyrsta hættulega færið kom ekki fyrr en á 70. mínútu og var þar Daníel Einarsson með skalla eftir fyrirgjöf Arnar Gunnlaugssonar, það fór hinsvegar framhjá.

Það var hins vegar ágætis vakning fyrir Framara því stuttu eftir þetta fengu bæði Joseph Tillen og Ívar Björnsson góð færi en skutu báðir framhjá af markteig.

Það var svo undir lokin sem Halldór Hermann Jónsson fékk mjög gott færi en setti skotið framhjá. Haukamenn tóku markspyrnu og brunuðu upp þar sem Ásgeir Þór Ingólfsson fékk gott færi en skaut í hliðarnetið.

Fljótlega eftir það flautaði Magnús Þórisson leikinn af og færðu Fram niður í fjórða sætið en eru þó aðeins tveimur stigum frá toppnum. Haukar hinsvegar sitja í botnsætinu, sigurlausir eftir 9 umferðir en héldu þó hreinu í fyrsta sinn í sumar.

Fram 0 – 0 Haukar

Áhorfendur:  Óuppgefið

Dómari: Magnús Þórisson 7

Skot (á mark): 7 -5   ( 4 -1 )

Varin skot: Hannes Þór Halldórsson 1 - Daði Lárusson 4

Horn: 3 - 1

Aukaspyrnur fengnar: 13  - 14  

Rangstöður: 2 - 1

Fram(4-3-3)

Hannes Þór Halldórsson 5

Samuel Lee Tillen 5

Jón Guðni Fjóluson 6

Jón Orri Ólafsson 7

Daði Guðmundsson 5

Halldór Hermann  Jónsson 5

Jón Gunnar Eysteinsson 5

(87. Hlynur Atli Magnússon)

Almarr Ormarsson 6

(77. Guðmundur Magnússon )

Ívar Björnsson 5

Hjálmar Þórarinsson 4

(65. Joseph Tillen 5)

Tómas Leifsson 6

 

Haukar (4-5-1)

Daði Lárusson 6

Gunnar Ormslev Ásgeirsson 5

Kristján Ómar Björnsson 6

Daníel Einarsson 7 – Maður leiksins

Pétur Örn Gíslason 5

Hilmar Geir Eiðsson 6

Guðjón Pétur Lýðsson 5

Hilmar Rafn Emilsson 5

(77. Grétar Atli Grétarsson)

Ásgeir Þór Ingólfsson 6

Úlfar Hrafn Pálsson 6

(67. Stefán Daníel Jónsson 5 )

Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Fram - Haukar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×