Umfjöllun: Langþráður sigur Fylkis Stefán Pálsson skrifar 27. júní 2010 13:16 Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í dag í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk gestanna en það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði mark Grindvíkinga. Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn KA í bikarnum í vikunni . Rúnar Dór Daníelsson, Páll Guðmundsson , Ray Anthony Jónsson og Jóhann Helgi Aðalgeirsson komu allir inn í liðið. Ólafur Örn gat aftur á móti ekki verið viðstaddur leikinn þar sem hann var farinn út til Noregs til að klára samning sinn við Brann. Það var því Milan Stefan Jankovic sem stýrði Grindavík í leiknum. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, gerði þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fram í Visa - bikarnum í vikunni. Ásgeir Örn Arnþórsson, Valur Fannar Gíslason og Jóhann Þórhallsson komu inn í liðið. Ásgeir Börkur Ásgeirsson , Andrés Már Jóhannesson og Ólafur Þórðarson , þjálfari Fylkis, fengu allir rautt spjald í bikarslagnum gegn Fram í vikunni og tóku því út leikbann. Kristinn H. Guðbrandsson aðstoðarmaður Ólafs stýrði því Fylkisliðinu í dag. Fyrir leiki dagsins voru Grindvíkingar í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig og Fylkir í því níunda með átta stig. Því var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða, en með sigri gátu heimamenn komust upp fyrir Fylkismenn og úr fallsæti. Leikurinn hófst með miklum látum en strax á annarri mínútu leiksins kom fyrsta markið. Ingimundur Níels Óskarsson prjónaði sig í gegn um vörn Grindvíkinga og kom skoti á markið sem hafnaði í stönginni. Boltinn barst út í teiginn þar sem Jóhann Þórhallsson var mættur og renndi boltanum í autt markið. Eftir mark Fylkismanna virtust gestirnir ætla láta kné fylgja kviði og pressuðu mikið að marki Grindvíkinga næsta stundarfjórðunginn en náðu ekki að nýta sér það . Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og komust í nokkur góð færi en allt kom fyrir ekki og staðan því 0-1 í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn með miklum krafti en Jóhann Þórhallsson fékk tvö dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks. Það voru samt heimamenn sem náðu að jafna leikinn á 59.mínútu en markið kom þvert gegn gangi leiksins. Það var reynsluboltinn Grétar Ólafur Hjartason sem skoraði virkilega fínt mark eftir sendingu frá Scott Ramsey. Scott Ramsey tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Fylkismanna og renndi boltanum til Grétars sem skaut boltanum laglega framhjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkismanna. Eftir mark heimamanna þá leit allt út fyrir það að Grindvíkingar myndu jafnvel ná inn öðru marki. Á 68. mínútu komst Jósef Kristinn Jósefsson í algjört dauðafæri einn á móti Fjalari Þorgeirssyni í markinu en hann sá við honum og varði vel. Fylkisvörnin stóðst pressuna frá Grindvíkingum og hægt og rólega fóru þeir að taka öll völd á vellinu. Albert Brynjar Ingason slapp einn í gegnum vörn Grindvíkinga á 81.mínútu og átti fínt skot að marki Grindvíkinga en Rúnar Þór Daníelsson varði frábærlega. Eftir mikla pressu frá Fylkismönnum þá var eitthvað undan að láta. Jóhann Þórhallsson kórónaði flottan leik sinn með marki , fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Hann sótti hratt upp vinstri kantinn, dansaði í gegnum vörn Grindvíkinga sem endaði með þrumu skoti alveg óverjandi fyrir Rúnar í markinu. Grindvíkingar reyndu eins og þeir gátu að jafna metinn undir lokin en allt kom fyrir ekki og því fyrstu sigur Fylkismanna í rúman mánuð í höfn. Fylkismenn náðu í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni og eru núna með 11 stig í áttunda sæti, en Grindvíkingar eru ennþá í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með 6 stig. Grindavík - Fylkir 1-20-1 Jóhann Þórhallsson (2.) 1-1 Grétar Ólafur Hjartarson (59.) 1-2 Jóhann Þórhallsson (86.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 594Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6 Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Rúnar 5 – Fjalar 4Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 15-16Rangstöður: 4-2 Grindavík (4-4-2): Rúnar Dór Daníelsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 5 Loic Mbang Ondo 6 Ray Anthony Jónsson 5 Jóhann Helgi Aðalgeirsson 6 (46. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Jóhann Helgason 6 Páll Guðmundsson 5 Scott Mckenna Ramsay 7 Grétar Ólafur Hjartarson 7 (77. Guðmundur Egill Bergsteinsson - ) Gilles Daniel Mbang Ondo 6 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Einar Pétursson 6 ( 73. Andri Þór Jónsson 6) Valur Fannar Gíslason 6 Þórir Hannesson 5Jóhann Þórhallsson 8 – maður leiksins Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 ( 69. Pape Mamadou Faye 6) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (87. Tómas Þorsteinsson -) Albert Brynjar Ingason 6 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Grindavík - Fylkir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í dag í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk gestanna en það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði mark Grindvíkinga. Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn KA í bikarnum í vikunni . Rúnar Dór Daníelsson, Páll Guðmundsson , Ray Anthony Jónsson og Jóhann Helgi Aðalgeirsson komu allir inn í liðið. Ólafur Örn gat aftur á móti ekki verið viðstaddur leikinn þar sem hann var farinn út til Noregs til að klára samning sinn við Brann. Það var því Milan Stefan Jankovic sem stýrði Grindavík í leiknum. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, gerði þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fram í Visa - bikarnum í vikunni. Ásgeir Örn Arnþórsson, Valur Fannar Gíslason og Jóhann Þórhallsson komu inn í liðið. Ásgeir Börkur Ásgeirsson , Andrés Már Jóhannesson og Ólafur Þórðarson , þjálfari Fylkis, fengu allir rautt spjald í bikarslagnum gegn Fram í vikunni og tóku því út leikbann. Kristinn H. Guðbrandsson aðstoðarmaður Ólafs stýrði því Fylkisliðinu í dag. Fyrir leiki dagsins voru Grindvíkingar í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig og Fylkir í því níunda með átta stig. Því var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða, en með sigri gátu heimamenn komust upp fyrir Fylkismenn og úr fallsæti. Leikurinn hófst með miklum látum en strax á annarri mínútu leiksins kom fyrsta markið. Ingimundur Níels Óskarsson prjónaði sig í gegn um vörn Grindvíkinga og kom skoti á markið sem hafnaði í stönginni. Boltinn barst út í teiginn þar sem Jóhann Þórhallsson var mættur og renndi boltanum í autt markið. Eftir mark Fylkismanna virtust gestirnir ætla láta kné fylgja kviði og pressuðu mikið að marki Grindvíkinga næsta stundarfjórðunginn en náðu ekki að nýta sér það . Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og komust í nokkur góð færi en allt kom fyrir ekki og staðan því 0-1 í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn með miklum krafti en Jóhann Þórhallsson fékk tvö dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks. Það voru samt heimamenn sem náðu að jafna leikinn á 59.mínútu en markið kom þvert gegn gangi leiksins. Það var reynsluboltinn Grétar Ólafur Hjartason sem skoraði virkilega fínt mark eftir sendingu frá Scott Ramsey. Scott Ramsey tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Fylkismanna og renndi boltanum til Grétars sem skaut boltanum laglega framhjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkismanna. Eftir mark heimamanna þá leit allt út fyrir það að Grindvíkingar myndu jafnvel ná inn öðru marki. Á 68. mínútu komst Jósef Kristinn Jósefsson í algjört dauðafæri einn á móti Fjalari Þorgeirssyni í markinu en hann sá við honum og varði vel. Fylkisvörnin stóðst pressuna frá Grindvíkingum og hægt og rólega fóru þeir að taka öll völd á vellinu. Albert Brynjar Ingason slapp einn í gegnum vörn Grindvíkinga á 81.mínútu og átti fínt skot að marki Grindvíkinga en Rúnar Þór Daníelsson varði frábærlega. Eftir mikla pressu frá Fylkismönnum þá var eitthvað undan að láta. Jóhann Þórhallsson kórónaði flottan leik sinn með marki , fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Hann sótti hratt upp vinstri kantinn, dansaði í gegnum vörn Grindvíkinga sem endaði með þrumu skoti alveg óverjandi fyrir Rúnar í markinu. Grindvíkingar reyndu eins og þeir gátu að jafna metinn undir lokin en allt kom fyrir ekki og því fyrstu sigur Fylkismanna í rúman mánuð í höfn. Fylkismenn náðu í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni og eru núna með 11 stig í áttunda sæti, en Grindvíkingar eru ennþá í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með 6 stig. Grindavík - Fylkir 1-20-1 Jóhann Þórhallsson (2.) 1-1 Grétar Ólafur Hjartarson (59.) 1-2 Jóhann Þórhallsson (86.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 594Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6 Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Rúnar 5 – Fjalar 4Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 15-16Rangstöður: 4-2 Grindavík (4-4-2): Rúnar Dór Daníelsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Auðun Helgason 5 Loic Mbang Ondo 6 Ray Anthony Jónsson 5 Jóhann Helgi Aðalgeirsson 6 (46. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Jóhann Helgason 6 Páll Guðmundsson 5 Scott Mckenna Ramsay 7 Grétar Ólafur Hjartarson 7 (77. Guðmundur Egill Bergsteinsson - ) Gilles Daniel Mbang Ondo 6 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Einar Pétursson 6 ( 73. Andri Þór Jónsson 6) Valur Fannar Gíslason 6 Þórir Hannesson 5Jóhann Þórhallsson 8 – maður leiksins Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 ( 69. Pape Mamadou Faye 6) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (87. Tómas Þorsteinsson -) Albert Brynjar Ingason 6 Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Grindavík - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira